top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Bloggað um braskið


Þá er komið að því... að byrja að "lífstílsblogga"! Hugmyndin með þessa bloggsíðu er að halda utan um áhuga okkar hjóna á að kaupa notuð húsgögn eða húsbúnað til að breyta og bæta. Jafnframt er þetta góð leið til þess að leyfa öðrum áhugasömum að fylgjast með því sem við erum að gera.


Ýmist er þetta tilraunastarfsemi sem heppnast sómasamlega eða mislukkast algjörlega (en svo lengi lærir sem lifir, ekki satt?).


Áhugi minn á gömlum húsgögnum og skrautmunum vaknaði þegar ég var unglingur og fór á skranmarkaði þar sem ég bjó í Brussel. Ég veit raunverulega fátt skemmtilegra, þeir eru algjörlega töfrandi.

Það vill líka svo heppilega til að maðurinn minn hefur áhuga á ýmiskonar smíðavinnu og m.a. að gera upp húsgögn. Mögulega liggur sá áhugi þó meira í öllum þeim möguleikum á tækja- og græjukaupum sem slíku fylgir.


Hvernig svo sem í pottinn er búið, þá eiga þessi áhugamál okkar ákaflega vel saman og við skemmtum okkur konunglega við þetta. Tilraunastarfsemi okkar verður stundum að umræðuefni á mannamótum og þess vegna ætla ég að prófa þennan vettvang til að sýna og segja frá. Líklegast munu einnig slæðast með færslur um eitthvað annað, sem þó tengist því að lifa og njóta.


Vonandi hafið þið gaman af!

bottom of page