top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Innlit: Björt og hugljúf íbúð í Gautaborg

Í Svíþjóð er það mjög algengt að fólk ráði stílista þegar íbúðir fara á sölu. Íbúðirnar birtast þá á bloggum og fá töluvert meiri umfjöllun, sem auðvitað hjálpar heilmikið við sölu þeirra. Emma Fischer er ein af þeim allra flottustu í þessum bransa en hún stíliserar auðvitað líka fyrir þá sem vilja aðstoð við að gera heimilið sitt fallegt og flott. Ég mæli með að þið kíkið á síðuna hennar.

Hérna eru myndir úr lítilli stúdíó íbúð sem hún sá um og ég bara elska þessa náttúrulega ljúfu tóna sem hún notar. Þetta er bjart, áreynslulaust og afar notalegt. Ég vil benda á nokkra hluti hérna sem gera íbúðina "að því sem hún er" en samnefnarinn er náttúrulegt efni:

1. Ljós viður: Eikin í Wishbone stól Wegners, fer vel við Muuto viðar lampann á borðinu. Muuto náttborðið með Milk lampanum er örlítið hlutlausara þar sem askurinn er ljós en setur samt sem áður mjúkan svip. Viðarkassinn við kamínuna. Bambus stóllinn í eldhúsinu er léttur en setur samt sterkan svip og tengir saman tilfinninguna úr herberginu inn í eldhúsið ásamt Frosta kollunum úr Ikea. Að lokum eru það svo hillurnar í skápnum í anddyrinu. Ólíkar viðartegundir en allar ljósar.

2. Vefnaður: Lín sængurfötin sem liggja kæruleysislega á rúminu, "náttúrulega" örlítið krumpuð með flöffí koddum og ekki öll í sama lit gefa einstaka hlýlega tilfinningu. Hér er sko haft notó! Auðvitað teppið á sófanum, júta mottan og pullan á gólfinu sem er í dekkri lit til að brjóta aðeins upp allt þetta ljósa (ásamt lampanum í horninu). Að ógleymdu Eos fiðraða ljósinu í loftinu.

3. Körfur og terracotta blómapottar: Ofnar körfur hér og þar ásamt terracotta blómapottum falla eðlilega inn í ljósan og náttulegan viðinn í íbúðinni.

4. Plöntur: Að mínu mati mikilvægast hérna, sérstaklega að setja stórt sítrónutré inn í íbúðina þó hún sé lítil! Þetta gefur ferskan blæ og dregur fram þetta náttúrulega yfirbragð sem maður sér við fyrstu sýn. Ímyndið ykkur að hún sé ekki þarna, ótrúlegt hvað tréð er mikið lykilatriði. Það er græn planta í hverju rými sem undirstrikar og leggur áherslu ferskleikan.


bottom of page