top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Spider upp um alla veggi

Spider lampinn eftir Serge Mouilles sem kom fyrst fram á sjónarsviðið 1953 er svo sannarlega enn að gera sig gildandi. Hversu magnað er það, og merki um góða hönnun, þegar eitthvað stenst tímans tönn áratugum saman?

Lamparnir eru handgerðir og hafa aldrei farið í fjöldaframleiðslu. Lampinn er því jafn mikið listaverk eins og hann er ljósgjafi. Hann er hægt að fá með allt frá einum og upp í sjö arma, sem loft-, gólf- eða veggljós. Hönnunin virkar einnig svo ótrúlega vel í ólíku samhengi hvort heldur sem stíllinn er meira modern eða gamaldags, og í mismunandi rýmum.

Mér finnst hönnunin í senn afar heillandi og töff, svo ekki sé nú minnst á hversu gott er að stýra lýsingunni. Lýsing er líklegast það mikilvægasta á hverju heimili og því er vel þess virði að huga að því hvernig maður stillir henni upp.

Eða eins og vinur minn orðaði það svo vel...


bottom of page