top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Kaktusar, nýji ananasinn?

Ananasinn tók heldur betur allt með trompi, og farinn í meðferð, eftir síðasta tískutrend eins og eftir góða útskriftarferð til Bene. En mikið er ég glöð að kaktusar eru að komast í tísku! Nú get ég mögulega loksins náð að vera með lifandi plöntur heima lengur en í tvo mánuði áður en þær fuðra upp af vannæringu. Það skemmtilega við kaktusana líka er hvað þeir eru fjölbreyttir, til í öllum stærðum og gerðum. Ég fékk mér nokkra um daginn og var að lesa hvernig ég ætti að hirða um þá (ekki að ég eigi samt eftir að muna eftir því, en batnandi mönnum er best að lifa), en þá sá ég að sumir þeirra eru ætir! Dios Mios, ekki vissi ég að maður mætti borða suma kaktusa. Ég veit nú ekki hvort ég sé það huguð að skella einum á diskinn minn en aldrei að vita.

Fyrst sumarið lætur bíða eftir sér, þá er bara að setja smá sumar upp heima með kaktusum!


bottom of page