Þetta er með fallegustu heimilum sem ég hef séð. Klassískt, með persónuleika en samt svo stílhreynt. Eldhúsið er uppáhaldið mitt þar sem það samanstendur af sjálfstæðum og ósamstæðum einingum en ekki hefðbundinni innréttingu. Baðherbergið er nú líka algjör draumur... æ herregud, þetta er bara allt svo flott!
Malin Persson býr í þessu dásamlega fallega heimili rétt fyrir utan Malmö með börnunum sínum þremur. Hún fékk fyrst áhuga á innanhúshönnun fyrir rúmum tíu árum þegar hún bjó í Ítalíu ásamt fyrrverandi manninum sínum. Þau gerðu upp húsnæði saman og opnuðu barinn Salotto 42 i Róm sem varð fljótlega mjög vinsæll og var m.a. nefndur The best bar in the world. Þau héldu áfram að kaupa og gera upp fasteignir í Ítalíu en Malin starfar í dag sem þáttastjórnandi, stílisti og bloggari í Svíþjóð.
Myndir via ElleDecoration