top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Moccamaster

Ég elska kaffi og drekk alltof mikið af því. Eins og almennilegur fíkill veit ég hvernig ég takmarka skaðann og hámarka nautnina. Þess vegna drekk ég mikið uppáhellt kaffi. Ég kaupi mér því frekar þannig vélar en tappa-vélar eða þessar sem mala baunir. Eins eru uppáhellingar töluvert handhægari þegar gesti ber að garði, tala nú ekki um í t.d. barnaafmælum þar sem heilu lítrarnir fara.

Það er ekki langt síðan Nespresso vélarnar tröllriðu öllu í skandinaviskum bloggum og innanhúshönnun. Þær eru til á ansi mörgum íslenskum heimilum, þrátt fyrir að tappana þurfi að sækja yfir hafið. En nú er greinilega kominn tími til að mínar vélar fái að njóta sín! Moccamaster hefur hafið innreið sína í öllu sínu veldi, og að mínu mati afar flottar vélar.

Það hefur hins vegar oft loðað við uppáhellingar að gæðin séu takmörkuð. Það helgast af því að flestar vélar klikka á tveimur sviðum: hitastig vatnsins og tíminn sem vatnið dregur í sig kaffið í gegnum rennslið. Ef vatnið er of kalt eða rennslið of hratt, þá takmarkast bragðið. Eins ef vatnið er of heitt eða rennslið of hægt, þá verður kaffið biturt.

Samkvæmt the Specialty Coffee Association of America (SCAA) er hámarkandi hitastig vatnsins á bilinu 92°-96°c og tími rennslis 2-8 minutur. Árið 1964 hannaði Technivorm vélina Moccamaster en hún var fyrsta uppáhellingarvélin til að fá viðurkenningu frá SCAA. Vélin kemur enn þann dag í dag vel út úr öllum könnunum og fær mikið lof fyrir gæði meðal sérfræðinga. Spurning hvort maður skelli sér ekki bara eina slíka?!


bottom of page