top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Ertu fyrsta sort? Lestu í Royalið!

Átt þú fallega hluti frá Royal Copenhagen? Ertu að fara í sumarfrí til Danmerkur eða Svíþjóðar og vilt reyna að krækja þér í "hvítagull" á mörkuðum? Þá þarftu að læra að lesa postulín!

Þeir hlutir sem uppfylla ekki ströngustu gæðakröfur verksmiðjunnar eru merktir sérstaklega sem "2.a sort" með því að skrapa strik í glerjunginn þvert yfir öldurnar þrjár og oftar eftir því sem gallarnir eru fleiri. Þessar vörur eru seldar nýjar sem 2.a sort en þá með 25-30% afslætti. Sagan segir að á þriðja áratug síðustu aldar, hafi starfsmönnum verksmiðjunnar staðið til boða að kaupa 3. og 4. sort fyrir mjög lágar upphæðir.... á sömu árum jókst einnig einkennilega mikið fjöldi 3. og 4. sort gallaðra eintaka í framleiðslu verksmiðjunnar án þess þó að nokkuð væri sjáanlega að þeim... Hvern hefði grunað?!

Ef þú vilt tímasetja hvenær þitt "hvítagull" var framleitt þá geturðu borið stimpilinn saman við töfluna neðst í færslunni. Athugið að stundum er hægt að sjá ártalið (en ekki bara tímabil), en þá hefur verið merkt aðeins við bókstaf í nafninu. Þetta hefur verið gert frá árinu 1935 .

Ég tók einn disk úr safninu mínu til útskýringar

Stimpillinn (1) er fyrsta vísbending um árgerð. Best er að nota töfluna neðst til samanburðar. Stimpillinn hér er sá sami og hefur verið notaður frá árinu 1935 til dagsins í dag (síðustu þrír flokkarnir). Fyrstu árin var merkt með striki fyrir ofan einn bókstaf, en hérna er það gert fyrir neðan (2). Í síðasta flokknum er merkt fyir ofan tvo bókstafi. Þetta þýðir að diskurinn minn er því gerður á árunum 1950-1984. En þar sem merkingin er undir bókstafnum "m" þá get ég séð út frá töflunni að hann var gerður árið 1958! Tölurnar að neðan gefa til kynna um hvaða vöru er að ræða. Merkingin til hliðar (3) er áletrun málarans. Þeir eru misþekktir en alltaf gaman að hafa þessa sérmerkingu. Talan "1" fyrir ofan strikið (4) þýðir að þetta er fyrsta mynstur verksmiðjunnar eða hið fræga "Blue Fluted". Bláa blómið sem einnig er algengt á Íslandi er t.d. merkt með tölunni "10" og Flora Danicia "20". Talan fyrir neðan strikið (5) segir nákvæmlega hvaða vara þetta er, eða eins og hér þegar tölunni er flett upp "blue fluted half lace diskur, 19 cm". Þetta auðveldar það töluvert að kaupa réttu hlutina inn í stellið sitt.


bottom of page