top of page

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Search

Tvílitur glerskápur

  • Writer: Stella Vestmann
    Stella Vestmann
  • May 24, 2015
  • 1 min read

Þegar við fluttum í nýju íbúðina okkar fyrir rétt rúmu ári sárvantaði okkur fallegan borðstofuskáp fyrir brúðarstellið, en það var geymt í kössum meðan við bjuggum í minni íbúð. Við fundum fallegan notaðan skáp fyrir sanngjarnt verð en mér fannst hann ekki alveg passa inn hjá okkur (dökk brúnn) og vildi því "poppa" hann aðeins upp. Því miður gleymdi ég alveg að taka mynd af honum áður en við máluðum hann. Ég vildi fá hann grá/bláan að utan en hvítan að innan.

Untitled1.png

Ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægð með útkomuna. Með því að hafa hvítt að innan verður verður yfirbragðið léttara. Það er eins og hlutirnir njóti sín betur, sökkvi ekki inn í skápinn með sama hætti. Blá/grátt og gyllt er eitt það fallegasta sem ég veit þessa dagana og fyrir vikið njóta líka höldurnar sín svo miklu betur en ef skápurinn væri dökkur.

Framkvæmdin var í höndum mannsins míns (gengur stundum í gríni undir vinnuheitinu lögfræðingurinn í bílskúrnum). Maðurinn minn er óneitanlega vandvirkari og töluvert útsjónasamari en ég hvað varðar efni og framkvæmd sem þarf til að vinna svona verk vel. Til dæmis þurfti að skera vandlega milli hvítu og dökku málningarinnar á innanverðum skápnum.

Það voru nokkrir sem töldu mig létt geggjaða að vilja mála hann ljósan að innan en dekkri að utan. En ef einhver er ekki enn sannfærður þá læt ég fylgja með nokkrar myndir þar sem skápar eru málaðir með sama hætti. Þetta kemur allt saman ákaflega vel út. Gaman að sjá hvað munirnir njóta sín vel í skápunum.

dc905fcbfff8ff07ab11166599935e5a.jpg

5df8323bfd466baf39678dcac1c8c48a.jpg

bdda1c443231f2ec21b8985c8d22321c.jpg

7700505f46644cbddd651c1058e7b036.jpg

96197c784b90233d79d3f81e4bd3d266.jpg

 
 
 

© 2023 by Closet Confidential. Proudly created with Wix.com

  • b-facebook
  • Twitter Round
  • Instagram Black Round
bottom of page