Fyrir nokkrum árum síðan fór Mid-century modern stíllinn að gera aftur vart við sig og vinsældirnar jukust sérstaklega í kjölfar Mad Men þáttanna, enda sérstaklega vel stíliseraðir þættir. Góð birtingarmynd þessarar þróunar hér á landi er upprisa tekk húsgagna og gífurlegar vinsældir Eams stólanna. Helstu einkenni stílsins er áherslan á einföld form, djörf mynstur, sterkir litir, náttúruleg efni og mikil tenging hýbíla og náttúru. Þetta er ákaflega fallegur stíll og skemmtilegur. Sérstaklega finnst mér gaman að sjá hvernig hann hefur blandast við strauma og tísku í dag. Tekkið og dökkur viður er kærkomin andlitslyfting inn í hið alsráðandi skandinavíska hvíta heimili.
Ikea hefur til að mynda komið með nokkrar línur undanfarin misseri sem hafa sterka tilvísun í stílinn (t.d. eins og sjá má á neðstu myndinni).