Ég elska gömul húsgögn og sérstaklega ef það eru skemmtileg smáatriði á þeim eins og t.d. höldurnar á þessari kommóðu. Mig vantaði stóra og fallega kommóðu til að hafa í holinu heima fyrir öll þau ógrynni af vettlingum, húfum, treflum, ullarsokkum og öðru sem fylgir fjögurra manna fjölskyldu sem býr við íslensk verðurskilyrði. Þessa fann ég eftir stutta leit. Hún var ómáluð þegar ég keypti hana, spónninn mikið rispaður (og í sjálfu sér ekkert spes) ásamt því sem hægri hliðin á henni var nánast brotin af. Við tókum höldurnar af, pússuðum aðeins, grunnuðum og máluðum í þessum lit því ég vildi fá ljósa kommóðu í holið.
Ég læt fylgja með nokkrar myndir af fallegum höldum, svona til að láta sig dreyma...