top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Gömul kommóða í barnaherbergi

Gömul húsgögn fara ákaflega vel í barnaherbergjum. Það gefur frá sér einhverja hlýju og þau þola eitt og annað. Maður þarf nefnilega ekki að vera með allt úr plasti til að húsgögnin þoli áganginn í börnunum, viðurinn er nokkuð harður af sér. Kannski annað mál með gömul frönsk skólaplaggöt úr pappír, betra að hengja þau upp í hæfilegri hæð frá litlum kámugum höndum. Einhverra hluta vegna er ég hrifin af því að hafa "franskt skólastofu lúkk" í barnaherbergjum. Vonandi líður blessuðu börnunum samt ekki þannig við að vera þar...

Þessi kommóða var í temmilegu ásigkomulagi þegar við keyptum hana. Borðplatan var hins vegar með skellum og blettum sem þurfti að laga. Hliðarnar og skúffurnar voru líka aðeins farnar að láta á sjá. Þegar búið var að pússa kom í ljós að þetta var ekki sami viðurinn (hliðar, borðplatan og framhliðar). Það þurfti því að beita sérstakri alúð til að finna hvað hentaði hverri hlið svo heildar útlitið héldist eins. Það hafðist eftir miklar pælingar og prufur hjá manninum mínum. Einstaklega vel heppnað verk!

bottom of page