top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Danskt hvítagull

Einu sinni fyrir langa löngu, árið sautjánhundruðogsúrkál (1775), var Den Kongelige Porcelænsfabrik stofnuð fyrir tilstuðlan dönsku drottningarinnar Juliane Marie. Nóbilítetið í Evrópu var þá heillað af blá-hvít máluðu porstulíni Kínverja og vildu Danir framleiða sitt eigið "hvítagull". Frantz Heinrich Müller fékk 50 ára einkaleyfi frá drottningu til að framleiða postulín og fyrsta verkefni hans var að framleiða borðbúnað fyrir konungsfjölskylduna. Árið 1790 fæddist svo hið fræga "Blue Fluted" stell.

Nokkrum áratugum seinna, starfaði "postulínskúlpturgerðarmaður" að nafni Frederik Vilhelm Grondal hjá Den Kongelige Porcelænsfabrik. Hann ákvað, í samstarfi við kaupmennina og bræðurna Meyer og Jacob Hermann Bing, að stofna eigin postulínsframleiðslu og úr varð Bing & Grondahl (1853). Upphaflega var megin áherslan á litlar styttur en þeir færðu sig fljótlega yfir í framleiðslu á vönduðum borðbúnaði og kaffistellum. Flaggskip þeirra, Mávastellið, var hannað árið 1892 af Fanny Garde. Stellið varð svo vinsælt í Danmörku á árunum 1940-1980 að það var jafnan talið vera "þjóðarstell Dana". Áætlað var að eitt af hverjum tíu heimilum ætti eitthvað úr stellinu.

Fyrsti jólaplattinn frá B&G kom á markað árið 1895 og hefur verið gefinn út nýr á hverju ári síðan þá.

Stellið hér fyrir ofan heitir Empire og var framleitt af B&G. Því svipar mjög til Blue Fluted stellsins frá Royal Copenhagen.

Árið 1987 snéri svo Grondahl aftur á uppeldisheimilið þegar B&G sameinaðist Den Kongelige Porcelænsfabrik undir heitinu Royal Copenhagen. Þá var einnig búið að sameina Georg Jensen (1972) og Holmegaard Glass Factory (1985) undir sama hatti.

Köttur út í mýri, settist undir stýri og drakk úr postulíni!


bottom of page