Eftir miklar vangaveltur um hvað ætti að gera við þessa kommóðu ákvað ég að mála hana bara hvíta. Hún stóð lengi í íbúðinni og mátaði mörg horn hjá okkur áður en hún valdi sér algjörlega nýtt "lúkk". Við höfum mikið verið í því undanfarið að pússa upp og taka málningu af húsgögnum en stundum eru þær líka bara jafn fínar málaðar.
Höldurnar voru ansi dökkar og þannig farnar að ekki var hægt að pússa þær upp. Að spreyja þær gylltar var heldur ekki alveg að gera sig í mínum huga. Til þess að þær gætu notið sín fannst mér hvíti liturinn vera kjörinn til að skerpa á því hve dökkar þær eru, þetta lítur meira út þannig eins og þær eigi að vera svona dökkar. Svart/hvíta útlitið nýtur sín afar vel í þessu samhengi.
Hérna er hún fyrir andlitslyftingu.