Bar er ekki bara bar. Hver man ekki eftir því í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda þegar það þótti afar móðins og greifalegt að taka frá smá horn heima og innrétta sem bar? Frístandandi hátt barborð úr bambus og fönkí hillueining fyrir innan með speglum í grunninn... Þó svo þetta þyki ekki sérlega fallegt núna þá er mikið búið að skrifa um heimabari þar sem víninu er stillt upp á vagn, borð eða aðra fína mublu ásamt tilheirandi verkfærum og blandi. Konseptið um heimabar fer líklegast seint úr tísku, enda hægt að útfæra á marga vegu.
Persónulega finnst mér fallegra að hafa fáar en vel valdar flöskur, á gömlum skenk eða kommóðu. Hlýlegt yfirbragð án þess að verða of mikið "diskó-partí". Ég var aðeins að leika mér með að hafa bar á þessum skáp sem ég á og hann kemur ljómandi vel út þannig. Lumber-sexy hefur undanfarið verið mikið í tisku en þetta er kannski meira svona fisherman-sexy fílíngur.... En hva, eru ekki 66°N sjómannahúfurnar búnar að gera góða lukku síðustu 12 mánuði!