top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Tekk 112

Í þetta sinn langar mig að segja ykkur frá ákaflega krefjandi en skemmtilegu verkefni sem við unnum fyrir skemmstu. Ég vil taka það strax fram að maðurinn minn á allan heiður skilinn hér, enda reyndi aðallega á útsjónarsemi hans.

Við ákváðum að taka smá áhættu þegar við fundum gamalt tekk sófaborð sem var ansi illa farið. Mjög líklega hafði vatn legið á því og skemmt plötuna þó nokkuð. Spónninn var sprunginn á sumum stöðum. Við töldum samt að hægt væri að bjarga því með smá útsjónarsemi. Freistandi kanna aðeins mörkin okkar í húsgagnaviðgerð.

Á myndinni hér fyrir ofan sést aðeins í örfáar misfellur þar sem borðið var sem verst. En miðað við hvernig það var til að byrja með má með sanni segja að það hafi komið ansi vel út. Spónninn var þykkur og þoldi því pússunina vel sem betur fer. Það þurfti að gera við plötuna og setja sérstakt tekk-fylliefni á nokkrum stöðum áður en hægt var að olíubera borðið.

Hér fyrir neðan er mynd af borðinu eins og það var þegar við fengum það.


bottom of page