top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Tíu ára vinnuferli lokið...

Þennan skenk er ég búin að eiga lengi, gott ef ekki tíu ár, en aldrei verið með nægilegt pláss fyrir hann né vitað almennilega hvernig ég vil hafa hann. Ég gat samt ekki hugsað mér að láta hann frá mér. Hann var rauðbrúnn þegar ég keypti hann og viðurinn í borðplötunni var mjög grófur en rákirnar í viðnum (vígindin) voru sokkin, ef svo má að orði komast. Í einhverri fljótfærni á sínum tíma, sparslaði ég upp í rákirnar á plötunni til að jafna yfirborðið og grunnaði hann. Þá var ég heldur ekki með aðstöðu til að standa í því að pússa mikið. Mér finnst það nú samt sem áður koma bara alveg þokkalega út. Það ætti ekki að vera of mikið mál heldur að skafa og pússa þetta niður seinna meir þar sem þetta er gegnheil plata. Þannig var skenkurinn svo lengi, lengi eða þangað til í vor þegar ég ákvað að mála hann gráan og nota matta málningu. Hlýlegt og notalegt að mínu mati. Liturinn verður djúpur og fallegur svona mattur. Gylltu höldurnar njóta sín vel með gráa litnum.

En nú er ég búin að kaupa mér nýjan, stærri skenkt til að hafa í borðstofunni og þess vegna ætla ég að selja þennan.

Hérna er skenkurinn grunnaður og búið að taka allt járn af honum en það fór ekki upp aftur fyrr en búið var að mála hann.

Hér má sjá svipað dæmi um þessa týpu af skáp sem búið er að mála dökka. Kemur sérstaklega vel út. Djúpur þungur skápur í léttu og hvítu umhverfi. Mjög töff.

bottom of page