top of page
No tags yet.

Færslur eftir efni: 

Nýlegar færslur: 

Hvítt borðstofuborð

Þetta hvíta borð finnst mér afar fallegt. Létt yfir því, gamaldags og rómantískt. Ég setti eldhússtólana okkar við það sem eru dekkri og örlítið grófari. Samsetningin finnst mér frábær. Ekki of væmið og kontrastarnir verða skemmtilegir við allt þetta ljósa. Enginn stólanna er eins, sem mér finnst raunar koma mun betur út. Rómantísk sveita- og frönsk kaffihúsastemningmætast á fullkomnan hátt.

Einn frábær eiginleiki þessa borðs, fyrir utan það að vera stækkanlegt, er að auka platan er á hjörum og innfelld undir borðplötuna. Auðvelt og fljótlegt að stækka og minnka borðið.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig borðið kemur út í báðum stærðum.

Borðplatan var úr spóni og orðin ansi sprunginn og illa farin. Það var því ekki hægt að pússa þetta og olíubera eða lakka. Við pússuðum því helstu skemmdir niður til að geta sparslað upp í sárin. Eftir að hafa grunnað og málað tvær umferðir af hvítri málningu "blæddi" enn gul slikja af borðinu í gegn, líklega vegna einhvers bæs sem var á því. Við settum þess vegna "Fix Primer" („stoppigrunn“) en hann þekur betur en venjulegur grunnur og lokar á efni sem vilja koma upp í gegnum málninguna, enda hætti þá loksins að "blæða" í gegn.

Borð eins og þetta sér maður oft í Shabby Chic stíl og frönskum sveitastíl. Fyrir neðan eru nokkrar myndir af svipuðum borðum, að vísu aðeins meiri íburður. Ég heillast alla vega af öllu svona gamaldags.


bottom of page