Eins og margir þekkja þá voru línsskápar, svipaðir þessum, ansi algengir á íslenskum heimilum hér áður fyrr. Misjafnir að gæðum og íburði.
Alveg sama hversu einfaldir þeir eru þá finnst mér þeir sjarmerandi með sinn litla glugga svona rétt fyrir þetta helsta fínerí sem til er. Eitthvað svo gamaldags og sveitó við þá. Þessi skápur var líklegast ekki með þeim vandaðri sem hægt var að fá. Miðplatan í hurðinni var klofin, bakplatan bogin og laus, allur rispaður og hillurnar sniðnar í snarhasti Glerið var gulgrænt og ekki hægt að sjá inn í skápinn, sem mér finnst nú vera ansi tilgangslaust ef það á að hafa gler á annað borð. Þetta lagfærðum við allt og ákváðum að svo að mála hann.
Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér sérlega fallegt að hafa skápa ljósa að innan og dökka að utan. Hér finnst mér vera komið enn eitt gott dæmi um það.
Hér er búið að laga útskornu plötuna í hurðinniog skipta um gler, festa bakplötuna betur og heilsparsla áður en skápurinn var grunnaður og málaður.