Hvítur verður oftast fyrir valinu hjá fólki þegar á að mála heima, enda þægilegur og hlutlaus litur. Veggir, loft, listar og karmar, allt fær þetta sama lit sem býr til þægilega heildarmynd. En afhverju ekki að hafa sama hátt á þegar málað er í lit?
Síðustu misseri hefur til dæmis grár notið vaxandi vinsælda, svo sannarlega fimmtíu gráir skuggar í öllum tímaritum og bloggum. En hvort svo sem við veljum gráan eða einhvern annan lit, þá er eitt sem mér finnst gaman að sjá og það er þegar hlutirnir eru teknir alla leið: mála hurðir, karma og lista í sama lit. Það verður bara allt önnur og falleg heild. Pínu crazy en útkoman er æðisleg.
Hérna má sjá nokkur dæmi.
Eru ekki allir sannfærðir núna?